Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Valþjófsstöðum, 701 Egilsstöðum
Bílastæði
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 100
Sókn
Valþjófsstaðarsókn

Valþjófsstaðarkirkja

Valþjófsstaðarkirkja, sem nú stendur í Fljótsdal, var vígð 3. júlí, árið 1966.

Eldri kirkja frá 1888, sem stóð nokkru norðar, var afhent söfnuði „til umsjónar og ábyrgðar“ árið 1955. Grunnur nýju kirkjunnar var steyptur árið 1959. Einar Jónsson á Litlu-Grund sá um smíði kirkjunnar í fyrri áfanga, er kirkjan var gerð fokheld, en síðar sá Byggingarfélagið Brúnás á Egilsstöðum um að innrétta hana.

Altari og kirkjubekkir eru úr gömlu kirkjunni, en predikunarstóll og altarisgrindur eru jafngömul kirkjunni.Innri útihurðin á kirkjunni er eftirlíking af hinni frægu Valþjófsstaðarhurð, sem varðveitt er á Þjóðminjasafni Íslands. Ætlað er að hurðin hafi verið skorin út skömmu eftir aldamótin 1200, en höfundur hennar er ókunnur.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur