
- Gunnar Jóhannsson
- Prestur

Laugardælakirkja var reist árið 1965 og vígð sama ár, en gamla kirkjan var lögð niður og rifin árið 1956. Laugardælakirkja var reist af erfingjum Guðjóns Vigfússonar frá Þorleifskoti og afhent Laugardælasöfnuði, til minningar um hann. Kirkjan er steinsteypt og alls 300 fermetrar að flatarmálitekur hún 70 manns í sæti. Bjarni Pálsson, byggingarfulltrúi á Selfossi,teiknaði kirkjuna, en hann teiknaði einnig Selfosskirkju. Sigfús Kristinsson byggingameistari sá um smíði kirkjunnar. Kirkjan komst í fréttirnar í janúar árið 2008, þegar Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, var jarðsettur þar í kyrrþey.
Altaristaflan er eftir Matthías Sigfússon, sem ættaður var úr Flóanum. Skírnarfontinn skar Skeggi Skeggjason. Pípuorgelið var gefið af Kaupfélagi Árnesinga til minningar um Egil Thorarensen kaupfélagsstjóra. Kirkjan á kaleik, sem börn Egils Thorarensen kaupfélagsstjóra gáfu til minningar um hann. Kaleikurinn er úr silfri af rússnesk-orþodox uppruna. Auk þess á kirkjan gamla patínu og oblátuöskju.


