
- Anna Eiríksdóttir
- Prestur

Norðtungukirkja var vígð þann 6. desember árið 1953. Kirkjan er steinsteypt hús, klætt utan með stáli í hvítum lit. Rautt bárujárn er á þaki. Forkirkja er hvítmáluð. Veggir og hvelfing kirkjuskips eru í ljósum lit. Einn bogagluggi með níu smárúðum er í stöpli. Sex gluggar eru í kirkju, einnig með níu smárúðum hver. Altaristafla kirkjunnar er gömul og er úr eldri kirkju. Hún mun vera eftir Þórarin B. Þorláksson. Kirkjan á silfurkaleik og patínu og þjónustukaleik og patínu úr tini í tréhylki. Enginn skírnarfontur er í kirkjunni. Hljóðfæri kirkjunnar er gamalt harmóníum. Tvær gamlar klukkur eru í turni.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.
