Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hvítársíðuvegi, 320 Reykholti
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Síðumúlasókn

Síðumúlakirkja

Síðumúlakirkja var vígð á jóladag árið 1926. Arkitekt kirkjunnar var Rögnvaldur Ólafsson. Kirkjan er steinsteypt hús, með kór og forkirkju. Kirkjan er klædd utan með stáli. Veggir eru hvítir, þak rautt. Sex bogadregnir gluggar eru á kirkjunni, þrír hvoru megin, og tveir í kór, með tvöföldu gleri.

Altaristaflan er eftir Eyjólf Eyfells og var máluð árið 1928. Hún var gerð út frá orðum Jesú: „Leyfið börnunum að koma til mín.“ Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru gamlir gripir. Skírnarsárinn er úr gabbró og stendur á marmarastöpli. Skírnarskálin er úr málmi, silfurhúðuð. Skírnarskálin er frá árinu 1966.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • María Guðrúnar. Ágústsdóttir
  • Sóknarprestur