Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Litla-Bakka, Hróarstunguvegi, 701 Egilsstöðum
Bílastæði
Fjöldi: 30

Geirsstaðakirkja

Geirsstaðakirkja er í landi Litla-Bakka við Hróarstungu í Egilsstaðaprestakalli. Hún er ekki sóknarkirkja og er blessuð, en ekki vígð og ekkert reglulegt helgihald fer þar fram. Þó hafa farið þar fram fáeinar athafnir eins og hjónavígslur og skírnir. Geirsstaðakirkja var áður í umsjá Minjasafns Austurlands en síðan tóku landeigendur á Litla-Bakka, þau Svandís Skúladóttir og Gunnar Guttormsson, hana í sína umsjá.

Kirkjurúst kom í ljós þegar fornleifauppgröftur stóð yfir á fornu bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu sumarið 1997. Bærinn sem þar stóð er líklegast Geirsstaðir og hann var talinn vera frá þjóðveldisöld 930-1262. Geirsstaðir voru að öllum líkindum stórbýli á landnáms og söguöld og kirkjan þar að öllum líkindum reist úr torfi og timbri um árið 1000.

Á meðan á fornleifauppgreftri stóð kom upp sú hugmynd að endurgera kirkjuna og lauk verki sumarið 2001. Geirsstaðakirkja sem nú stendur er því tilgátuhús. Kirkjan var endurgerð út frá niðurstöðum fornleifarannsókna á kirkjurústinni. Þessum rannsóknum stýrði Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifarfræðingur. Að framkvæmdum komu við sögu meðal annarra þeir Gunnar Bjarnason, húsasmíðameistari, og Guðjón Kristinsson, torfhleðslumeistari.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur