Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Reynistöðum, 551 Sauðárkróki
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 100
Sókn
Reynistaðarsókn

Reynistaðarkirkja

Reynistaðarkirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1868. Hönnuður hennar var Magnús Árnason forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki, en rislítið þak er á forkirkju. Á hverri hlið hans er bogadregið hljómop með vængjahlerum og undir þeim band umhverfis turninn sem stendur á lágum stalli. Kirkjan er klædd standandi plægðri borðaklæningu, strikaðri á brúnum. Þök eru klædd bárujárni og stendur kirkjan á steinhlöðnum og steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar, þrír á kórbaki, einn hvorum megin altaris og einn heldur minni ofarlega á stafninum yfir prédikunarstól. Gluggi er á framstafni og annar á suðurhlið forkirkju. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Strikaðar bríkur eru yfir gluggum. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir.

Prédikunarstóllinn er yfir altarinu og steind glermynd er í kórglugga eftir Leif Breiðfjörð, sem sýnir skírn Krists. Steind gler eru einnig í gluggum sitt hvoru megin við altarið. Kirkjan á kaleik og patínu sem eru þýskir gripir, sem voru gefnir kirkjunni árið 1911. Klukkur Reynistaðarkirkju eru frá árinu 1743 og árinu 1837.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi