- Ingibjörg Jóhannsdóttir
- Djákni Austurlandsprófastsdæmi

Berufjarðarkirkja
Berufjarðarkirkja er friðlýst kirkja sem byggð var árið 1874. Hönnuður hennar var Haraldur Ó. Briem forsmiður í Búlandsnesi. Kirkjan var rifin til grunna árið 1938 og endurbyggð 1938-1940, mikið til úr sama efni, en mjókkuð og stytt vegna fúa. Hönnuður endurbyggingarinnar var Ragnar Guðmundsson bóndi.
Kirkjan er turnlaust, bárujárnsklætt timburhús með krossreistu þaki. Veggir og þak eru klædd bárujárni. Veggir eru hvítmálaðir. Tveir sex rúðu gluggar eru á hvorri hlið og sitja þeir fast undir þakskeggi. Austurgafl er gluggalaus. Tröppur að dyrum eru úr tveimur ótilhöggnum grjóthellum. Upp af vesturstafni er hvítmálaður kross.
Prédikunarstóllinn er frá árinu 1690. Altaristaflan er olíumálverk frá 1875 eftir danska málarann August Fischer og sýnir krossfestinguna. Altarisklæði er til í kirkjunni frá 1684. Kirkjan á altarisstjaka úr kopar frá um 1700. Hún á einnig kaleik og patínu úr silfri frá 18. öld og messuvínsflösku úr gleri, frá fyrri hluta 18. aldar. Í kirkjunni er einnig altaristafla með vængjum frá árinu 1686. Á miðtöflunni er mynd af Ólafi helga Noregskonungi, en á bakhliðinni er mynd af krossfestingunni.
- Arnaldur Arnold Bárðarson
- Prestur

- Benjamín Hrafn Böðvarsson
- Prestur
- Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
- Sóknarprestur