
- Arna Grétarsdóttir
- Sóknarprestur

Saurbæjarkirkja er friðlýst steinsteypukirkja, sem byggð var árið 1902. Innviðir kirkjunnar eru úr timburkirkju sem reist var árið 1856, en fauk árið 1902. Magnús Ólafsson trésmiður, teiknaði kirkjuna. Hún var vígð árið 1904 og er önnur steinsteypta kirkjan á Íslandi. Kirkjan ber sterkt svipmót af kirkjunni, sem þar stóð á undan. Það var kirkjubóndinn Eyjólfur Runólfsson sem lét byggja kirkjuna. Saurbæjarkirkja tekur um 120 manns í sæti.
Altaristaflan er málverk frá árinu 1892, talin vera eftir Sveinunga Sveinungason (1840-1915) og sýnir Krist með kaleik í hendi. Áletranir á neðri hornum málverksins benda til að málað hafi verið yfir eldri töflu frá árinu 1836. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Kaleikurinn er smíðaður í Kaupmannahöfn og gefinn kirkjunni árið 1697. Patínan er samstæð kaleiknum, en gæti verið íslensk smíð. Klukkur Saurbæjarkirkju eru tvær og eru úr kopar. Þær eru frá árinu 1725.
