Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Jökuldalsvegi, 701 Egilsstöðum
Bílastæði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 45
Sókn
Eiríksstaðasókn

Eiríksstaðakirkja

Eiríksstaðakirkja á innanverðum Jökuldal er steinsteypuhús. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með pýramídaþaki. Kirkjan er múrhúðuð, þak og turn bárujárnsklædd en turnþak klætt sléttu járni. Undir þakbrúnum eru laufskornar vindskeiðar.

Prédikunarstóll er sunnan megin í kór, en orgel norðan megin. Veggir eru múrhúðaðir og efst á þeim er strikasylla undir panelklæddri hvelfingu stafna á milli. Jóhann Briem málaði altaristöfluna árið 1954 og sýnir hún Jesú upprisinn frá dauðum á leið til Emmaus með lærisveinum sínum. Altarisstjakarnir eru úr rauðleitum kopar og er aldur þeirra óviss. Kirkjan á kaleik og patínu úr tini og eru þetta danskir, þýskir eða enskir gripir, líklega smíðaðir 1780. Prédikunarstóllinn er úr kirkjunni á Brú.

Stærri kirkjuklukkan var steypt fyrir Hallormsstaðakirkju árið 1744. Hina útvegaði þjóðminjavörður kirkjunni árið 1918. Í kirkjunni er einnig altaristafla úr kirkjunni á Brú. Er hún olíumálverk á tré frá 1794, eftir Jón Hallgrímsson (1741-1808) og sýnir Jesú Krist rétta logandi, blæðandi hjarta, tákn kærleika hans til mannanna, til þriggja manna.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jarþrúður Árnadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Rún Tryggvadóttir
  • Prófastur Austurlandsprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Sveinbjörn Dagnýjarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Þorgeir Arason
  • Sóknarprestur