Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Bugðusíða 3, 603 Akureyri
Símanúmer
464-8800
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 300
Sókn
Lögmannshlíðarsókn

Glerárkirkja

Glerárkirkja er byggð samkvæmt teikningum Svans Eiríkssonar arkitekts og stendur á hæð miðsvæðis í Glerárþorpi. Kirkjuskip snýr kórrétt austur vestur og er álma við norðurhlið með eldhúsi og safnaðarsal, en álma í suðurátt hýsir kapellu, skrifstofur, fundarherbergi og starfsmannaeldhús. Steindir gluggar eftir Leif Breiðjörð prýða kirkjuna. Þeir voru settir upp á 10 ára afmæli kirkjunnar.

Kirkjan var vígð þann 6. desember árið 1992.

Prédikunarstólinn gaf Akureyrarkirkja árið 1987. Hann var smíðaður af Valsmíði h.f. Kirkjan á kaleik og patínu, sem smíðað var af Stefáni Boga Pálssyni, gullsmið. Þá á kirkjan gylltan kaleik og patínu frá enska fyrirtækinu Vanpouls. Gripirnir eru hannaðir til að dýfa oblátunni í vínið.

Skírnarfontur er í kirkjuskipinu ásamt keramikskál. Skálin var unnin af Margréti Jónsdóttur leirlistakonu árið 1987. Þá er annar skírnarfontur í kapellu, ásamt keramikskál, sem unnin var af Margréti Jónsdóttur, leirlistakonu. Undirstaðan var hönnuð af Svan Eiríkssyni og smíðuð í Trésmiðjunni Alfa. Elektrónískt Allen orgel með átta hátölurum er í kirkjunni.

Auk þess er þar bæði píanó og japanskur Kawai flygill. Kirkjuklukkur eru í klukknaporti á stétt fyrir utan kirkjuna.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Björk Hörpudóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sindri Geir Óskarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Eydís Ösp Eyþórsdóttir
  • Djákni