Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjubóli, Valþjófsdalsvegi, 426 Flateyri
Kirkjugarður
Fjöldi: 35
Sókn
Kirkjubólssókn

Kirkjubólskirkja

Kirkjubólskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1886. Hönnuðir hennar voru forsmiðirnir Jón Guðmundsson frá Grafargili og Sigurður Jónsson snikkari. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með lágt risþak. Kirkjan er klædd skarsúð en þök bárujárni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír sexrúðu gluggar. Fyrir kirkjudyrum er hurð klædd lóðréttum stöfum.

Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 2015 eftir Björgu Þórhallsdóttur myndlistarkonu í Noregi og sýnir Maríu guðsmóður með Jesúbarnið. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru þýskir smíðisgripir frá árinu 1792. Í kirkjunni er útskorinn skírnarfontur með skírnarskál úr brenndum leir eftir Sigríði Magnúsdóttur á Kirkjubóli. Þá á kirkjan einnig skírnarfat úr messing, sem fyrst er getið í vísitasóiu árið 1775. Klukkur Kirkjubólskirkju eru tvær. Þær gætu verið frá því fyrir 1150.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis