Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Undirfelli, 541 Blönduósi
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 130
Sókn
Undirfellssókn

Undirfellskirkja

Undirfellskirkja var reist árið 1915 og hafði Rögnvaldur Ólafsson arkítekt umsjón með hönnun hennar. Kirkjan er úr steinsteypu og úr norðvesturhorni hennar rís turnspíra og myndar þessi óvanalega staðsetning spírunnar vissa sérstöðu. Þakið er krossreist og klætt bárujárni. Kirkjan er múrhúðuð og sökkulbrún er neðst á veggjum. Bogadregnar dyr eru á framhlið turns og um þær að jafnaði gengið til kirkju. Yfir þeim er hár og mjór bogadreginn gluggi og annar á norðurhlið en hálfhringgluggi undir honum á sökkulbrún. Ofarlega á hverri turnhlið er lítill bogadreginn gluggi en yfir hverjum þeirra eru þrír litlir bogadregnir gluggar uppi undir háu píramítaþaki.

Ljósmynd tók Jón Grétarsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi