Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Lágafelli, 270 Mosfellsbær
Bílastæði
Hljóðkerfi
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 120
Sókn
Lágafellssókn

Lágafellskirkja

Lágafellskirkja er friðlýst timburkirkja frá árinu 1889. Hönnuður hennar var Hjörtur Hjartarson forsmiður. Turn í breyttri mynd var smíðaður á kirkjuna árið 1931. Kirkjan var lengd og kór og skrúðhús reist við hana árin 1955-1956. Hönnuður þeirra breytinga var hjá Embætti Húsameistara ríkisins. Skrúðhús var stækkað og kapella reist við kirkjuna árið 1989. Hönnuðir þess voru Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson arkitektar. Þök kirkjunnar eru krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með hátt píramítaþak sem sveigist út að neðan. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir bogadregnir gluggar og einn heldur minni á framstafni. Í þeim er krosspóstur og sex rúður í römmum. Tveir litlir gluggar eru á suðurhlið kórs, en tveir samlægir oddbogagluggar á þremur hliðum turns. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og bogagluggi yfir.

Altaristaflan er eftirmynd Sigurðar Guðmundssonar málara frá árinu 1873 af töflu G.T. Wegerens í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hún sýnir upprisuna. Kirkjan á silfurkaleik og patínu smíðað af Sigurði Vigfússyni gullsmið og fornfræðingi árið 1869 fyrir Mosfellskirkju. Skírnarsár úr ljósum steini eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal er í kirkjunni. Skálin er úr brenndum leir og er einnig eftir Guðmund. Kirkjuklukkurnar eru frá árinu 1791 og 1838.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Arndís G. Bernhardsdóttir Linn
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Henning Emil Magnússon
  • Prestur