Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Stað, 431 Suðureyri
Bílastæði
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80

Staðarkirkja í Súgandafirði

Staðarkirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1856. Hönnuður hennar var Bergþór Jónsson snikkari. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með krossreist þak. Hljómop með hlera fyrir er á hvorri turnhlið. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hornum með keðjum. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum er hurð til hlífðar innri spjaldsettum vængjahurðum.

Altaristaflan er olíumálverk frá árinu 1961 eftir Jón Kristinsson skólastjóra og sýnir Jesú Krist með fjallið Gölt í baksýn. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem eru danskir smíðisgripir frá því um 1700. Skírnarfonturinn var smíðaður af Valdimar Elíassyni frá Þingeyri árið 2011. Klukkur Staðarkirkju eru tvær. Önnur er fá árinu 1727, hin er lítil kórbjalla.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis