Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Ólafsvöllum, Ólafsvallavegi, 804 Selfossi
Bílastæði
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 120
Sókn
Ólafsvallasókn
Prestakall

Ólafsvallakirkja

Ólafssvallakirkja er friðlýst timburkirkja, byggð árið 1897. Hönnuður var Kristinn Jónsson, vagnsmiður. Samúel Jónsson, forsmiður, var yfirsmiður kirkjunnar. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki og breiður stallur undir honum. Hljómop, með glerrúðu, er á framstafni turns. Laufskornar vindskeiðar eru undir þakbrúnum. Kirkjan er bárujárnsklædd og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru fjórir átta rúðu gluggar og þrír sex rúðu gluggar á framstafni yfir kirkjudyrum, miðglugginn sýnu stærri en hinir tveir. Á hvorri hlið kórs eru tveir gluggar með sex rúðum hvor. Í gluggunum er miðpóstur og þverpóstar.

Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir. Altaristaflan er eftir Baltasar, máluð á kórgafl kirkjunnar árið 1966 og sýnir Krist og lærisveinana við síðustu kvöldmáltíðina, sitja til borðs við altari kirkjunnar. Gsmla altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson frá 1850 og sýnir Maríu Magdalenu og Maríu guðsmóður, við kross Krists á Golgata. Kirkjan á silfurkaleik og patínu smíðuð árið 1796. Ámundi Jónsson er talinn hafa smíðað gripi þessa úr úr eldra kirkjusilfri. Þá á kirkjan þjónustukaleik og patínu frá árinu 1825. Skírnarfonturinn er úr tré og er frá árinu 1954. Kirkjuklukkurnar eru frá árunum 1733 og 1748.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Óskar Hafsteinn Óskarsson
  • Prófastur Suðurprófastdæmis