Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Ingjaldssandsvegi, 471 Þingeyri
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 200
Sókn
Mýrasókn

Mýrakirkja

Mýrakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1896-1897. Hönnuður hennar er ókunnur, en yfirsmiður var Jónas Jónasson smiður. Efni til kirkjusmíðarinnar var flutt inn tilsniðið frá Noregi. Risþak er á kirkju og kór, en á turni píramítaþak sem sveigist út að neðan.

Kirkjan er bárujárnsklædd en turnþak klætt sléttu járni og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir bogadregnir gluggar og einn heldur minni á hvorri hlið kórs. Í þeim er krosspóstur og þverrimar og sex rúður og fyrir þeim vængjahlerar. Efst á framstafni kirkju hvorum megin turns er lítill tveggja rúðu gluggi. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldasettar vængjahurðir og bogagluggi yfir. Altaristaflan er máluð á tré með myndum sem sýna skírn Jesú á undirtöflu og kvöldmáltíðina á yfirtöflu. Taflan var gerð í Danmörku og gefin kirkjunni árið 1775. Lítil brík er fyrir ofan töfluna með ártalinu 1696. Hún er með útskornum og máluðum myndum af Kristi á krossinum og hjá honum standa Jóhannes og María. Þessar myndir eru taldar vera verk Hjalta Þorsteinssonar 1665-1754 prófasts og málara í Vatnsfirði. Á utanverðum vængjum eru málaðar myndir af guðslambi og ártalinu 1696 og konu með áletruninni Christina Magni filia.

Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Kaleikurinn er gerður í Kaupmannahöfn árið 1715, en hnúðurinn er forn. Patínan gæti verið íslensk. Auk þess á kirkjan silfurkaleik og patínu, sem eru danskir smíðisgripir frá árinu 1884. Skírnarborð úr tré var gefið til kirkjunnar árið 1935. Gul skírnarskál er jafngömul. Tvær kirkjuklukkur eru í Mýrakirkju. Önnur er ævaforn, hin er frá árinu 1621.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis