
- Elísa Mjöll Sigurðardóttir
- Sóknarprestur
Hólmavíkurkirkja var vígð á uppstigningardag þann 23. maí árið 1968. Árið 1953 teiknaði Gunnar Ólafsson arkitekt og skipulagsstjóri Reykja¬víkurborgar kirkjuna. Byggingarframkvæmdir hófust við kirkjuna sumarið 1957 og stóðu yfir í ellefu ár, með löngum hléum. Byggingarmeistari var Valdimar Guðmundsson, þá búsettur í Hólmavík.
Kirkjan er að grunnformi krosskirkja, byggð úr steinsteypu með háu risi eða valma, og hár klukkuturn er á framanverðum mæniás með krossmarki efst. Sex stórir gluggar eru á hvorri hlið kirkjusalarins, en einn gluggi á hvorri hlið í kór og eru þeir minni. Kirkjan á silfurkaleik með patínu, kaleikurinn er gullhúðaður, áletraður og í öskju. Þá á kirkjan kaleik með patínu úr brenndu silfri, sem er íslensk smíði, settur íslenskum steinum. Þrjár kirkjuklukkur eru í turni. Þær eru rafknúnar og voru keyptar frá Ítalíu árið 1979.
