Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Fáskrúðabakka, Snæfellsnesvegi, 342 Stykkishólmi
Bílastæði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Fáskrúðarbakkasókn

Fáskrúðarbakkakirkja

Fáskrúðarbakkakirkja var vígð þann 26. maí árið 1936. Kirkjusmiðir voru Óskar Ólafsson og Þorkell Guðbjartsson. Kirkjan er steinsteypt, klædd að innan með plötum og steinklæðningu að utan. Systurnar Ingveldur og Ásta Lára Jóhannsdætur, Litlu-Þúfu gáfu kirkjunni 15 steinda glugga. Myndverkið í þeim er eftir Benedikt Gunnarsson og um samsetningu glugga sá Listgler í Kópavogi. Voru steinglersgluggarnir helgaðir við guðsþjónustu í Fáskrúðsbakkakirkju þann 24. apríl árið 1994. Altaristaflan sýnir Krist í Emmaus, Brynjólfur Þórðarson málaði töfluna. Skírnarfonturinn er með leirskál sem Ríkarður Jónsson skar út. Kirkjan á patínu og kaleik úr Miklaholtskirkju. Kaleikurinn er með drifnum hnúð.

Ljósmynd tók Gunnar Eiríkur Hauksson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Brynhildur Óla Elínardóttir
  • Sóknarprestur