Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kvennabrekku, 371 Búðardal
Bílastæði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 90
Sókn
Kvennabrekkusókn
Prestakall

Kvennabrekkukirkja

Byrjað var á byggingu Kvennabrekkukirkju um Jónsmessuleytið árið 1923, en hún var vígð þann 21. maí árið 1925. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði hana. Yfirsmiður var Björn Í. Friðriksson frá Felli í Kollafirði. Miklar lagfæringar voru gerðar af Þorvaldi Brynjólfssyni og lauk þeim árið 1981. Var þá kirkjan klædd að utan, Altaristaflan sýnir Jesú blessa börnin. Jóhann Briem listmálari málaði hana árið 1953. Undir henni er áletrunin: Leyfið börnunum að koma til mín. Kirkjan á kaleik og patínu með stimplinum 1A 1830. Þessir gripir eru líklega smíðaðir af Jóni Andréssyni á Þórólfsstöðum. Orgel kirkjunnar er af Delmarco Tesero gerð. Tvær klukkur eru í Kvennabrekkukirkju. Sú minni hefur áletrunina 1734. Sú stærri er mikið skreytt og er með skreytingum efst og neðst. Á klukkunni miðri er nafn Guðs á hebresku og geislar út frá því. Báðar þessar klukkur eru úr Sauðafellskirkju.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Snævar Jón Andrésson
  • Sóknarprestur