Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kaupangi, Eyjafjarðarbraut eystri, 605 Akureyri
Bílastæði
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Kaupangssókn

Kaupangskirkja

Kaupangur hefur lengi verið kirkjustaður. Í kaþólskum sið var kirkjan helguð Maríu Guðsmóður og Ólafi helga Noregskonungi. Núverandi kirkja stendur skammt sunnan við Kaupangsbæinn vestarlega í kirkjugarði. Hún var reist af Sveinbirni Jónssyni í Ofnasmiðjunni úr steini árið 1922 og tekur um 90 manns í sæti. Árið 1988 voru gerðar miklar endurbætur á kirkjunni, meðal annars skipt um bekki, gólf flísalagt og nýtt altari smíðað. Byggingarlag þykir óvenjulegt þar sem klukkuturn gengur upp úr norðvesturhorni hennar og dyr ekki á miðjum stafni.

Altaristafla kirkjunnar er krossfestingarmynd frá árinu 1656 með Jóhannesi og Maríu. Í kirkjunni er auk þess málverk málað á tré. Myndin sýnir Jesú blessa börnin. Hún var keypt í London á styrjaldarárunum síðari, en virðist geta verið frá barokktímanum. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Auk þess á kirkjan lítinn þjónustukaleik úr tini. Skírnarfonturinn er steyptur úr hvítum marmarasandi. Tvær koparklukkur eru í kirkjuturni.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Aðalsteinn Þorvaldsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Eir Bolladóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóhanna Gísladóttir
  • Prestur