Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Höfðabraut, 675 Raufarhöfn
Símanúmer
465-1372
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 90
Sókn
Raufarhafnarsókn

Raufarhafnarkirkja

Raufarhafnarkirkja er steinkirkja sem byggð var árið 1928 og stendur hún í norðurenda kauptúnsins, í nábýli við athafnasvæði smábátahafnarinnar. Kirkjan var teiknuð af Guðjóni Samúelssyni arkitekt og húsameistara ríkisins. Smiðir voru Ingvar Jónsson, yfirsmiður, og Kristinn Bjarnason. Ýmsa gamla og merka gripi fékk Raufarhafnarkirkja frá Ásmundarstaðakirkju, m.a. altaristöflu og prédikunarstól. Árið 1978 var hafin viðgerð á kirkjunni. Hún var sandblásin að innan og utan nema efri hlutinn af steyptum turni. Settur var ljósakross á kirkjuturn árið 1980. Kirkjan var aftur tekin í notkun við hátíðarmessu sunnudaginn 3. júní árið 1979.

Árið 1992 var ráðist í að kaupa nýtt 4½ radda pípuorgel frá Orgelbaumeister Reinhart Tzsehöekel í Þýskalandi. Nýja orgelið kom til Raufarhafnar í byrjun nóvember 1992. Björgvin Tómasson, orgelsmiður setti orgelið upp og gerði það albúið til notkunar. Árið 1932 var altaristafla flutt úr Ásmundarstaðarkirkju. Árið 1985 var skírnarfontur smíðaður af Óskari Sigurðssyni og Guðmundi Þ. Björnssyni. Tvær kirkjuklukkur eru í Raufarhafnarkirkju frá árinu 1800. Önnur er lítil og hin stór og eru þær úr Ásmundarstaðarkirkju.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús G. Gunnarsson
  • Prestur