Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Berunesi, 766 Djúpivogur
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 50
Sókn
Berunessókn

Beruneskirkja

Beruneskirkja er timburhús, með forkirkju við vesturstafn. Hún var vígð annan sunnudag í aðventu árið 1874. Á kirkjunni er mænisþak, hún er öll bárujárnsklædd og stendur á steinhlöðnum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru tveir póstagluggar með þriggja rúðu römmum. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir og þvergluggi yfir. Að framkirkju eru dyr með spjaldsettum vængjahurðum. Kórþil er í spjaldaklæddu baki innstu bekkja og prédikunarstóll framan þess sunnan megin. Í kórdyrum eru áttstrendir kórstafir með hnöttum efst. Yfir fremsta hluta framkirkju er setuloft á bitum og stigi við framgafl norðan megin. Yfir kirkjunni stafna á milli er risloft opið upp í rjáfur, klætt skarsúð á sperrum.

Prédikunarstóllinn er úr gömlu kirkjunni sem fauk í ársbyrjun 1874. Altarið er jafngamalt kirkjunni og er altaristaflan olíumálverk frá 1890 eftir Rudolf Carlsen og sýnir krossfestinguna. Ljósalilja úr kopar er frá 17. eða 18. öld. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri sem er smíðuð í Danmörku árið 1899. Klukkur Beruneskirkju eru frá 18. og 19. öld.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur