- Fjölnir Ásbjörnsson
- Prestur

Núpskirkja
Kirkjan, sem nú stendur á Núpi var byggð úr steinsteypu á árunum 1938-1939 og vígð þann 17. september árið 1939. Embætti húsameistara ríkisins sá um teikningu hennar en allt innandyra var gert samkvæmt teikningum og fyrirsögn sr. Sigtryggs Guðlaugssonar. Guðmundur Jónsson, myndskeri frá Mosdal, skar út tákn og letur á prédikunarstólinn, kirkjubekki, gráturnar, söngloftsbrún og hörpu á sönglofti. Gréta og Jón Björnsson máluðu og myndskreyttu kirkjuna.
Altaristaflan er eftir Eggert Guðmundsson listmálara og er þrískipt. Myndin í miðjunni sýnir Jesú blessa börnin, hinar myndirnar sýna konur með börn á armi. Meðal merkra muna kirkjunnar er kaleikur og patina frá árinu 1774. Skírnarskálin er úr tini og Ríkharður Jónsson skar út skírnarsáinn.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

- Hildur Inga Rúnarsdóttir
- Prestur

- Magnús Erlingsson
- Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis