Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Urðum, Svarfaðardalsvegi, 621 Dalvík
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 50

Urðakirkja

Urðakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1902. Hönnuður hennar var Gísli Jónsson forsmiður frá Hofi. Risþök eru á kirkjunni og stöplinum, klædd bárujárni. Kirkjan er klædd strikaðri vatnsklæðningu, hornborðum með súluhöfðum og hvelfdu kverkborði undir þakskeggi og stendur á steinhlöðnum sökkli.

Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar. Í þeim er krosspóstur og rammar með sex rúðum og um þá faldar og vatnsbretti með kröppum undir. Einn gluggi sömu gerðar er á framstafni stöpuls og yfir honum bjór. Tveir litlir gluggar eru á framstafni kirkju hvorum megin stöpuls og í þeim rammi með krossrima og fjórum rúðum.

Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og bjór yfir. Altaristaflan er olíumálverk eftir Arngrím Gíslason málara frá árinu 1880 og sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Prédikunartóllinn var smíðaður árið 1766 og málaður af Jóni Hallgrímssyni málara. Skírnarfonturinn er gerður af Margréti Jónsdóttur leirlistakonu frá Akureyri árið 1986. Kirkjan á silfur kaleik og patínu, smíðuð af Sigurði Þorsteinssyni gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn árið 1798.

Auk þess á kirkjan silfurkaleik og patínu, sem smíðuð voru og gefin kirkjunni árið 1963. Klukkur Urðakirkju er frá árunum 1534 og 1756.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Erla Björk Jónsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Oddur Bjarni Þorkelsson
  • Sóknarprestur