Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sólgötu 1, 400 Ísafjörður
Símanúmer
456-3171
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 280
Sókn
Ísafjarðarsókn

Ísafjarðarkirkja

Núverandi kirkja var teiknuð af Hróbjarti Hróbjartssyni og var hún vígð á uppstigningardag árið 1995. Áður hafði á Ísafirði verið timburkirkja, sem reist var árið 1863, en sú kirkja skemmdist mikið í eldsvoða árið 1987.

Yfirsmiðir nýju kirkjunnar voru Einar Valur Kristjánsson og Eiríkur Kristófersson. Veggir og þak kirkjunnar er steinsteypt. Í ysta lagi múrhúðuninnar er líparítmulningur og gefur hann kirkjunni gulan lit. Altaristaflan er verkið Fuglar himinsins, sem gert er úr 749 lóum sem mótaðar voru úr jarðleir af sóknarbörnum og gestum þeirra undir handleiðslu höfundarins Ólafar Nordal leirlistakonu.

Skírnarfonturinn er úr eik og grásteini. Í honum er skírnarfat úr kopar frá árinu 1899, sem var í gömlu kirkjunni. Kirkjan á stóran silfurkaleik með stút, sem er gylltur að innan og samstæða patínu. Orgelið er 23ja radda frá Bruhn. Það var sett upp í kirkjunni í desember árið 1995. Auk þess á kirkjan Bösendorfer flygil. Í kirkjuturninum eru þrjár klukkur, sem allar voru í gömlu kirkjunni. Elsta klukkan er frá árinu 1787.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Inga Rúnarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Erlingsson
  • Prófastur Vestfjarðaprófastdæmis