Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kaldrananesi, Drangsnesvegi, 511 Hólmavík
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Kaldrananessókn

Kaldrananeskirkja

Kaldrananeskirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1851. Hönnuður hennar var Jóhann Vilhelm Grundtvig forsmiður. Á árunum 1888–1892 var kirkjan endurbyggð og loft smíðað í fremri hluta framkirkju en súðar og skammbitaloft yfir innri hluta og hvelfing yfir kór. Kvistur var smíðaður yfir prédikunarstól og turn upp af framstafni. Hönnuður breytinganna var Sigurður Sigurðsson snikkari frá Kleifum. Þak kirkjunnar er krossreist og klætt bárujárni og upp af framstafni er ferstrendur turn með risþaki.

Tígulgluggi er á framhlið turns og lítið hljómop á hvorri turnhlið. Kirkjan er klædd listaþili og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstgluggar með tveimur þriggja rúðu römmum og einn heldur minni á framstafni. Kvistgluggi er í suðurþekju uppi yfir miðglugga. Fyrir kirkjudyrum er spjaldsett hurð og stórskorin brík yfir og flatsúlur hvorum megin dyra.

Altaristaflan er eftir málarann C. Rosenberg frá árinu 1844. Á umgjörðinni stendur: Komið til mín. Hún er viðarmáluð með gagnskornu skrauti og krossi efst. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, smíðuð af Agli Marteinssyni 1718-1793 gullsmíðameistara í Kaupmannahöfn. Klukkur Kaldrananeskirkju eru frá árunum 1798 og 1882.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Elísa Mjöll Sigurðardóttir
  • Sóknarprestur