Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kirkjuvöllum 1, 221 Hafnarfirði
Símanúmer
565 0022
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 250
Sókn
Ástjarnarsókn

Ástjarnarkirkja

Ástjarnarkirkja er sóknarkirkja einnar af yngstu sóknum landsins, en hún var stofnuð árið 2001. Ástjarnarsókn var með aðsetur og messur í félagsheimili Hauka til ársins 2007, en tónlistarmessur og fermingarmessur fóru fram í Víðistaðakirkju. Ástjarnarsókn fékk í janúar 2006 úthlutað lóð undir kirkju að Kirkjuvöllum 1 rétt hjá svæði Hauka á Völlunum. Í apríl sama ár bauð Hafnarfjarðarbær Ástjarnarsókn tvær færanlegar kennslustofur sem húsnæði til bráðabirgða undir kirkjustarf. Eftir að kennslustofunarnar voru fluttar á lóð safnaðarins var hafist handa við endurbætur og innréttingar á húsnæðinu. Haustið 2007 var nýuppgerður kirkjuskáli Ástjarnarsóknar helgaður og safnaðarstarf flutt í hann úr félagsheimili Hauka. Kirkjuskálinn var í notkun í tíu ár.

Árið 2013 var hafinn undirbúingur að byggingu Ástjarnarkirkju sem hannað yrði sem fjölnota hús fyrir starfið og messuhald. Stofnuð var bygginganefnd sem eftir undirbúningsvinnu hélt árið 2014 í samstarfi við Arkitektafélag Íslands verðlaunasamkeppni um hönnun safnaðarheimilis. Hönnuðir verðlaunatillögunnar voru arkítektarnir Björn Guðbrandsson, Hulda Sigmarsdóttir, Aðalsteinn Snorrason og Egill Guðmundsson. Ástjarnarkirkja var vígð þann 8. október árið 2017 af biskupi Íslands, frú Agnesi M. Sigurðardóttur. Kirkjusalurinn er fjölnota salur með þrem felliveggjum sem bjóða upp fjölbreytta uppsetningu. Prédikunarstóllinn var hannaður af Sigþóri Aðalsteinssyni og helgaður í mars árið 2003. Hann er gerður úr álgrind með leðurspjöldum, sem hægt er að leggja saman að hluta til að geyma kirkjugripi í.

Kirkjugripir, hannaðir af Sigþóri Aðalsteinssyni voru teknir í notkun á aðfangadag jóla árið 2004. Gripirnir voru unnir af Trésmiðju Gylfa, Vélsmiðju Ólafs & Vélsmiðju Konráðs Jónssonar. Kirkjugripirnir, sem gerðir voru úr ál og eik, eru kross á altari, altariskertastjakar, patína, kassi undir oblátur og skírnarskál. Altarið er grind úr burstuðu áli smíðað hjá Marel og borðplata úr límtrés eikarplötu. Hönnuður og altarissmiður var Erling Þór Hermannsson. Tómas Bergþór Þorbjörnsson listasmiður sem smíðað hefur marga góða gripi fyrir kirkjur var fenginn til að vinna að hönnun og smíði altarisgripa fyrir Ástjarnarkirkju. Árið 2019 smíðaði Tómas nýjar altarisgrátur. Árið 2021 var prédikunarstóll Tómasar blessaður, vígður og tekinn í notkun. Árið 2022 var skírnarfontur Tómasr blessaður og tekinn í notkun. Árið 2023 var tekin í notun Kawi GX6 flygill sem hljómar mjög fallega í Ástjarnarkirkju. Hann var gjöf til kirkjunnar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Eva Lín Traustadóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Arnór Bjarki Blomsterberg
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bolli Pétur Bollason
  • Prestur