Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hagatorgi, 107 Reykjavík
Símanúmer
511-1560
Vefsíða
neskirkja.is
Tölvupóstur
runar@neskirkja.is
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 400
Sókn
Nessókn
Prestakall

Neskirkja

Neskirkja er friðlýst steinsteypukirkja sem reist var á árunum 1944-1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson. Kirkjan var vígð á pálmasunnudag árið 1957. Ytra borð Neskirkju var friðað árið 1999.

Ekki er altaristafla í kirkjunni. Þess í stað er stór eikarkross á altarisveggnum. Núverandi kross var settur upp árið 2001. Kirkjan á silfurkaleik, gullhúðaðan að innan. Kirkjan keypti kaleikinn árið 2000 ásamt gullhúðaðri patínu, hvort tveggja erlend smíði. Nýr skírnarfontur var vígður í Neskirkju í ágúst árið 2009. Þór Sigmundsson steinsmiður hannaði fontinn og hjó til úr blágrýti sem sótt var í stuðlabergsnámur við Hrepphóla í Hrunamannahreppi. Kristslíkneski eftir Ágúst Sigurmundsson myndskera, hangir á vegg í forkirkju gegnt kirkjudyrum. Orgel kirkjunnar er staðsett í kór, norðan altaris og er með 31 rödd. Það var smíðað af Fritz Noack í Boston árið 1999. Kawai flygill er í kirkjunni. Í kirkjunni er glerverk eftir Gerði Helgadóttur.

Kirkjuklukkurnar eru þrjár. Þær voru keyptar þegar kirkjan var í byggingu og voru steyptar af B. Löv og Sön í Kaupmannahöfn árið 1956.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Jón Ómar Gunnarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Skúli Sigurður Ólafsson
  • Sóknarprestur