Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Kolfreyjustöðum, Vattarnesvegi, 751 Fáskrúðsfirði
Bílastæði
Safnaðarheimili
Salerni
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 50

Kolfreyjustaðarkirkja

Kolfreyjustaðarkirkja er timburhús, byggt árið 1878. Hönnuður var Finnbogi Sigmundsson, forsmiður frá Seyðisfirði. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er trékross á lágum stalli.Veggir eru klæddir listaþili en þak bárujárni og stendur kirkjan á steinhlöðnum sökkli.

Á hvorri hlið kirkju eru þrír póstagluggar með þriggja rúðu römmum og lítill gluggi með sexrúðu ramma á framstafni uppi yfir dyrum. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir til hlífðar spjaldsettri kirkjuhurð en bjór yfir með ártalinu 1878. Prédikunarstóll er sunnan megin í framkirkju framan kórþils.Bök bekkja framan prédikunarstóls eru klædd niður í gólf.

Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Hún fauk árið 1991 og var endurbyggð í upprunalegri mynd á árunum 1991–1992. Altaristaflan er olíumálverk frá 1904 eftir Anker Lund og sýnir Jesú birtast lærisveinum sínum við Tíberíasvatn. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri frá 1640 og er fótur kaleiksins enn eldri. Skírnarfonturinn er frá 1959, útskorinn af Wilhelm Beckmann. Tvær klukkur eru í kirkjunni, önnur frá um 1300, hin líklega frá 17. öld.

Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ingibjörg Jóhannsdóttir
  • Djákni Austurlandsprófastsdæmi
Mynd sem tengist textanum
  • Arnaldur Arnold Bárðarson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Benjamín Hrafn Böðvarsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Sóknarprestur