
- Sigríður Munda Jónsdóttir
- Sóknarprestur

Hjallakirkja var vígð 5. nóvember 1928 og var sóknarkirkja fyrir íbúa Ölfuss og Þorlákshafnar þangað til Þorlákskirkja var vígð. Arkitekt hennar var Þorleifur Eyjólfsson frá Grímslæk og yfirsmiður var Kristinn Vigfússon á Eyrarbakka og síðar á Selfossi.
Altaristaflan er mynd af upprisunni og er hún breytt eftirmynd af málverki eftir franska listmálarann Charlés-André van Loo. Líklegt er að Arngrímur málari Gíslason hafi málað töfluna. Harmoníum orgel er í kirkjunni. Kirkjan á silfurkaleik og patínu. Prédikunarstóll kirkjunnar er gamall og í kirkjunni er skírnarfontur með koparskál.
Hjallakirkja er Ólafskirkja og kennd við Ólaf helga Noregskonung. Kirkja á Hjalla er einn helsti sögustaðurinn í Ölfusi og kemur fyrst við sögu á 11. öld og er getið í Flóamannasögu.
