Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Gaulverjabæjarvegi, 803 Selfossi
Bílastæði
Salerni
Kirkjugarður
Fjöldi: 100
Sókn
Gaulverjabæjarsókn

Gaulverjabæjarkirkja

Gaulverjabæjarkirkja er friðlýst timburkirkja, byggð árið 1909. Hönnuður hennar var Sigurður Magnússon forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist, klætt bárujárni og undir þakbrúnum eru laufskornar vindskeiðar. Upp af vesturstafni er ferstrendur, burstsettur turn. Á honum er ferstrend spíra, klædd sléttu járni, og undir turninum er stallur. Á framhlið turns er hljómop með hlera og þverglugga með bogarimum yfir. Kirkjan er klædd bárujárni og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkjunnar eru þrír gluggar, einn á hvorri hlið kórs, allir með bjór yfir, og þrír á vesturstafni yfir kirkjudyrum. Í þeim er T-laga póstur og þriggja rúðu rammi hvorum megin miðpósts en þverrammi með bogarimum yfir þverpósti.

Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og yfir þeim þvergluggi og bjór. Altaristaflan er frá árinu árinu 1775, skorin og upphaflega máluð af Ámunda Jónssyni smið d. 1805. Taflan var endurmáluð um 1909, þegar kirkjan var smíðuð. Miðtaflan sýnir krossfestinguna, en vængir sýna guðspjallamennina. Kirkjan á kaleik og patínu úr silfri. Kaleikurinn er frá árinu 1654, smíðaður í Kaupmannahöfn. Patínan er líklega eitthvað yngri. Þá á kirkjan þjónustukaleik og patínu úr nýsilfri frá árinu 1905. Kirkjuklukkan er með ártalinu 1773.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Jóhannsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Ása Björk Ólafsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðbjörg Arnardóttir
  • Sóknarprestur