- Ingibjörg Jóhannsdóttir
- Djákni Austurlandsprófastsdæmi

Norðfjarðarkirkja
Norðfjarðarkirkja var byggð úr timbri á árunum 1896-97 upp úr Skorrastaðakirkju, sem var reist 1886 og fauk í ofsaveðri. Vigfús Kjartansson er talinn vera höfundur hennar. Kórinn var reistur árið 1944 en var seinna færður og kirkjan var lengd auk þess sem útbygging var reist við norðurhlið árið 1992. Höfundar þessara breytinga voru arkitektarnir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Kirkjan var friðuð árið 1990. Hún stendur á steinsteyptum sökkli og er klædd lóðréttri borðaklæðningu en þökin eru klædd bárujárni..
Á suðurhlið kirkjunnar eru fjórir smárúðóttir bogadregnir gluggar, tveir á norðurhlið ogtveir minni á hvorri hlið kórs, einn hvorum megin dyra og einn yfir þeim. Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir og dyr á austurhlið söngstúku. Forkirkja er stúkuð af frá framkirkju með þverþili. Norðan megin í forkirkju eru dyr að tengibyggingu milli kirkju og safnaðarheimilis.
Kórútbyggingin er hafin yfir kirkjugólf um eitt þrep. Innst í framkirkju norðan megin er útbyggð söngstúka fyrir orgel og söngflokk. Í kirkjunni er altaristafla úr Skorrastaðarkirkju frá fyrri hluta 18. aldar sem sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Yfir altarinu er svo altaristaflan olíumálverk frá 1901. Það er eftir óþekktan listamann og sýnir Krist á krossinum. Altarisstjakarnir eru úr kopar og eru frá 18. öld.
Kirkjan á þrjá silfurkaleika, einn frá 18. öld, annan frá árinu 1954 og loks þann þriðja frá 1965. Prédikunarstóllinn er frá árinu 1700 og er úr kirkjunni á Skorrastað. Skírnarfonturinn er útskorinn af Geir Þormar myndskera á Akureyri árið 1923. Kirkjuorgelið kirkjunnar er frá árinu 1992.
- Arnaldur Arnold Bárðarson
- Prestur

- Benjamín Hrafn Böðvarsson
- Prestur
- Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
- Sóknarprestur