Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Bræðratungukirkjuvegur, 806 Bláskógabyggð
Bílastæði
Streymi
Kirkjugarður
Fjöldi: 40
Sókn
Bræðratungusókn

Bræðratungukirkja

Bræðratungukirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1911. Hönnuður hennar var Rögnvaldur Ágúst Ólafsson, húsameistari. Þakið er krossreist og upp af framstafni er ferstrendur turn með háu pýramídaþaki, sem gengur út undan sér neðst. Kirkjan er klædd bárujárni og stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið eru þrír burstsettir gluggar og einn minni á framstafni.

Fyrir kirkjudyrum eru vængjahurðir á okum til hlífðar innri, spjaldsettri hurð með þremur rúðum. Altaristaflan er eftir Þorstein Guðmundsson, málara frá Hlíð, máluð árið 1848. Hún sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Kirkjan á kaleik og patínu, sem sennilega eru frá 14. öld. Fjögur málverk eru í kirkjunni og sýna þau atriði úr píslarsögu Krists. Kristur ber krossinn, Kristur hnígur undir krossinum, líkami Krists tekinn ofan af krossinum og líkami Krists færður til grafar. Á kórþili er róðukross, sem líklega er frá 19. öld. Kirkjuklukkurnar eru tvær. Eldri klukkan er frá 1620-1633, en hin frá árinu 1738.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Kristín Þórunn Tómasdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Bergþóra Ragnarsdóttir
  • Djákni