Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Uppsölum 3, 201 Kópavogi
Símanúmer
544-4477
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 360
Sókn
Lindasókn
Prestakall

Lindakirkja

Lindakirkja er steinsteypt hús á einni hæð, með kjallara, svölum og kirkjuturni. Húsið er einangrað að utan og klætt með flísum. Framkvæmdir við byggingu kirkjunnar hófust á haustdögum 2006, en ÍSTAK var fengið til verksins. Fyrsti áfangi, safnaðarsalur, kennslustofa, eldhús og skrifstofur vae vígður 14. desember árið 2008 og var það látið duga þannig fyrstu árin. Haustið 2014 var aftur hafist handa og að mestu gengið frá kirkjuskipi, forkirkju og kapellu. Vígsluhátíð var haldin 14. desember árið 2014, nákvæmlega sex árum eftir vígslu fyrsta áfangans.

Skírnarfontur kirkjunnar er smíðaður af Tré-x og skírnarskálin er munnblásið gler eftir þau Guðlaugu Brynjarsdóttur og Lárusi Guðmundssyni. Kirkjan á kaleik og patínu, en gripirnir voru gjöf frá Brynjari Vilmundarsyni og Kristínu Torfadóttur. Í kirkjunni er Yamaha Motiv 8 rafmagnspíanó og Yamaha PF 500 rafmagnspíanó. Auk þess er rafmagnsorgel í kirkjunni.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Áslaug Helga Hálfdánardóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Dís Gylfadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðmundur Karl Brynjarsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðni Már Harðarson
  • Prestur