Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Vesturbrún 30, 104 Reykjavík
Símanúmer
588-8870
Vefsíða
askirkja.is
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 295
Sókn
Ássókn

Áskirkja í Reykjavík

Áskirkja er byggð eftir teikningu arkitektanna Helga Hjálmarssonar, Vilhjálms Hjálmarssonar og Haraldar V. Haraldssonar. Sigurður Kr. Árnason var byggingameistari. Kirkjan var vígð þriðja sunnudag í aðventu árið 1983, sem þá bar upp á 11. desember. Upplýstur steindur gluggi er yfir altarisgrindinni. Hönnun hans var í höndum Valgerðar Bergsdóttur myndlistarkonu. Starfsmenn Dr. H. Oidtmann í Linnich í Þýskalandi settu gluggann upp. Í glugganum má m.a. virða fyrir sér atriði sem tengjast ævi og starfi Péturs postula.

Altarið er úr ljósu beyki og var smíðað af Gamla kompaníinu. Prédikunarstóllinn er úr ljósu beyki. Hann var hannaður af Haraldi V. Haraldssyni og smíðaður af Gamla kompaníinu. Skírnarfonturinn er úr ljósu beyki. Hann var hannaður af Haraldi V. Haraldssyni arkitekt. Skírnarskálin er úr silfri, hönnuð af Gísla Kristjánssyni og smíðuð af Georg Jensen.

Kirkjan á silfurkaleik, sem lagður er bláu gleri. Einar Esrason smíðaði hann. Þá á kirkjan silfurpatínu, sem Einar Esrason smíðaði einnig. Annan silfurkaleik á kirkjan sem Pétur Tryggvi Hjálmarsson smíðaði. Þá á kirkjan 50 danska sérbikara úr silfri. Í kirkjunni er jafnframt Young Chang flygill.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Davíð Þór Jónsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðbjörg Jóhannesdóttir
  • Prófastur Reykjavíkurprófastdæmis vestra
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurður Jónsson
  • Sóknarprestur