Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Selvogsvegi, 816 Ölfus
Bílastæði
Salerni
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Strandarsókn

Strandarkirkja

Á Strönd í Selvogi hefur trúlega staðið kirkja frá því skömmu eftir kristnitöku, en elsta heimildin um kirkju þar er frá því um 1200. Núverandi kirkja var upphaflega reist af nýjum viðum árið 1888. Miklar endurbætur voru gerðar á henni og hún endurvígð 1968 og 1996.

Altaristaflan sem sýnir upprisuna er frá árinu 1865 og er eftir Sigurð Guðmundsson. Altari og prédikunarstóll eru frá árinu 1888. Skírnarfonturinn er með gamla koparskál. Í kirkjunni er olíumálverk af skipi við ströndina, eftir Matthías Sigfússon, frá 1974 og olíumálverk, frá árinu 1991 eftir Gísla Sigurðsson sem sýnir skip í hafvillu. Í kirkjunni er olíumálverk, Jesúmynd eftir Líney frá árinu 1944. Kirkjan á marga gamla muni, til dæmis kaleika og patínur og kirkjuklukkur. Í kirkjunni er sex radda pípuorgel.

Það hefur verið trú manna að Strandarkirkja verði vel við áheitum og sjái alltaf fyrir sér og viðhaldi sínu.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Munda Jónsdóttir
  • Sóknarprestur