
- Elísa Mjöll Sigurðardóttir
- Sóknarprestur

Drangsnesskapella er í skólahúsnæði Grunnskóla Drangsness og samnýtt með skólanum. Í kapellunni er það fyrirkomulag að hægt er að loka af altari, skrúðhús og prédikunarstól og skipta aðalrými kapellunnar í tvær skólastofur. Altaristaflan er málverk eftir Eggert Guðmundsson sem sýnir Jesú kyrra vind og sjó. Kapellan á kaleik og patínu af nýsilfri frá árinu 1944.
Skírnarfonturinn er frá árinu 1976, teiknaður af Vígþóri Jörundssyni og smíðaður af Jörundi Gestssyni frá Hellu. Fonturinn er útskorinn og renndur og lítil tinskál í. Úti fyrir er klukknaport þar sem klukkum er hringt til athafna. Klukknaport þetta var reist árið 1994 á 50 ára afmæli kapellunnar.
Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.
