- Erla Björk Jónsdóttir
- Prestur

Hríseyjarkirkja
Hríseyjarkirkja var vígð þann 26. ágúst árið 1928. Arkitekt var Guðjón Samúelsson arkitekt og húsameistrari ríkisins. Smiðir voru Þorsteinn Þorsteinsson frá Lóni og Jón Einarsson. Frumkvöðlar að kirkjubyggingunni voru konur í Kvenfélagi Hríseyjar. Kirkjan er hvítmáluð með rauðu þaki. Á hvorri hlið kirkjunnar eru fjórir smárúðóttir oddbogagluggar og einn minni á forkirkju. Einn oddbogagluggi er á hvorri hlið turns og þrír framan á turni. Ofan við bogadregnar kirkjudyr er hringlaga gluggi.
Altaristaflan er þýskt vélofið veggteppi, sem er eftirmynd af kvöldmáltíðinni eftir Leonardo da Vinci. Árið 1989 málaði Hörður Jörundsson málarameistari frá Hrísey ofan í myndina.
Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem keypt var árið 1928. Þá á kirkjan kaleik og patínu frá Kristnihátíðinni á Þingvöllum sumarið 2000. Skírnarfonturinn var teiknaður og útskorinn af Hannesi og Kristjáni Vigfússonum frá Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Hann var gefinn kirkjunni árið 1968.
Skírnarskálin úr kristal í silfurskál. Tvær kirkjuklukkur eru í Hríseyjarkirkju. Þær voru keyptar árið 1928.
Ljósmynd tók Rüdiger Þór Seidenfaden.

- Oddur Bjarni Þorkelsson
- Sóknarprestur