Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Knappsstöðum, Ólafsfjarðarvegi, 570 Fljótum
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 50

Knappstaðakirkja

Knappstaðakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var árið 1840. Hönnuður hennar var Flóvent Sigfússon forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist, klætt bárujárni og upp af framstafni er kross á lágum stalli með ferstrendum rimum. Kirkjan er klædd standandi plægðri borðaklæðningu, þykkum og breiðum yfirborðum sem felld eru að mjórri og þynnri undirborðum. Hún stendur á steinhlöðnum sökkli og er stöguð niður á hliðum. Á hvorri hlið kirkju eru tveir gluggar. Í þeim er miðpóstur og tveir þriggja rúðu rammar. Valmaþak er á klukknaporti, tvær stoðir undir framhornum, en tvær flatsúlur á kirkjustafni hvorum megin kirkjudyra. Fyrir þeim er spjaldsett hurð. Altaristaflan er kvöldmáltíðarmynd, sem er máluð á tré. Hún er útlend og kom í kirkjuna á fyrri hluta 18. aldar. Kirkjan á þjónustukaleik og patínu úr silfri, sem er íslensk smíð frá fyrri hluta 18. aldar.

Þá á kirkjan gamlan kaleik úr tini og annan þjónustukaleik úr tini frá árinu 1747. Prédikunarstóllinn er frá árinu 1704 með máluðum myndum af Kristi og guðspjallamönnunum. Klukkurnar eru leturlausar og eru yfir kirkjudyrum. Þær héngu á ramböldum í kirkjunni á Knappsstöðum árið 1769, en óvíst er hvað þær eru gamlar.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Halla Rut Stefánsdóttir
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Prófastur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastdæmis
Mynd sem tengist textanum
  • Anna Hulda Júlíusdóttir
  • Djákni
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi