Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Sólheimum 13, 104 Reykjavík
Símanúmer
789-1300
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 430
Sókn
Langholtssókn

Langholtskirkja

Langholtskirkja var teiknuð af Herði Bjarnasyni húsameistara ríkisins og var fyrsti hluti hennar vígður á jólum árið 1960. Safnaðarsalurinn, sem nú er, var vígður þann 25. mars árið 1962 og þjónaði hann sem kirkja safnaðarins til 16. september árið 1984 þegar kirkjuskipið var vígt. Litað gler kom í gluggana árið 1999 og stafngler árið 2003.

Kirkjan á silfurkaleik, silfurpatínu, oblátuöskjur og 200 litla altarisbikara. Þá á kirkjan kaleik, patínu og oblátuöskju úr leir frá Kristnihátíðinni árið 2000, sem gert var af Ólöfu Erlu Bjarnadóttur. Skírnarfontur í andyri er eftir Guðmund frá Miðdal. Skírnarskálin í kirkjunni er úr nýsilfri og var smíðuð af Dóru Jónsdóttur gullsmið. Auk þess á kirkjan kristalskírnarskál.

Orgel, sem er 34 raddir frá Noak, var vígt í kirkjunni árið 1999. Þá er í kirkjunni Steinway & Sons flygill. Þrjár kirkjuklukkur komu í kirkjuna árið 1965.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Davíð Þór Jónsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðbjörg Jóhannesdóttir
  • Prófastur Reykjavíkurprófastdæmis vestra
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurður Jónsson
  • Sóknarprestur