Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hlíðargötu 9, 245 Suðurnesjabæ
Símanúmer
423-7350
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 250

Sandgerðiskirkja

Sandgerðiskirkja er ferningslaga með píramídaþaki þar sem fjórir þríhyrningar mætast. Að innan er þríhyrningsformið ríkjandi í parketlögn á gólfi, klæðningu í lofti og formi altaris. Sandgerðiskirkja var vígð árið 1998. Hún var vígð sem kirkja og hönnuð sem slík, en gekk ávalt undir nafninu Safnaðarheimilið í Sandgerði þar til árið 2018 að heitinu var breytt í Sandgerðiskirkja-safnaðarheimili. Arkitekt kirkjunnar var Magnús Ólafsson.

Altaristaflan eru sjö steindir gluggar með mynd af fiskum og brauði. Listamaðurinn er Halla Har (Haraldsdóttir). Síðar var bætt við stállistum umhverfis sem mynda kross. Var það gert í samráði við arkitektinn. Kaleikur og patína voru keypt í Kirkjuhúsinu við vígslu hússins árið 1998.

Skírnarfonturinn er útskorinn úr eik, unninn af Sveini Ólafssyni myndskera árið 1966, með skírnarskál úr brenndum leir af Reykjanesi. Skírnarfonturinn var áður í Hvalsneskirkju. Engar kirkjuklukkur eru við Sandgerðiskirkju.

Ljósmynd tók Eysteinn Guðni Guðnason.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurður Grétar Sigurðsson
  • Sóknarprestur