Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Hagaseli 40, 109 Reykjavík
Símanúmer
567-0110
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 350
Sókn
Seljasókn
Prestakall

Seljakirkja

Kirkjumiðstöð Seljasóknar er fjögur hús með pýramídalagi. Eitt húsanna er stærst, það er kallað A-hús og er kirkjusalurinn. Hin þrjú húsin eru minni, nefnd B, C og D hús. Húsin fjögur eru tengd saman með miðrými, sem jafnframt er forstofa. Arkitekt kirkjumiðstöðvarinnar í Seljasókn var Sverrir Norðfjörð, sem vann að hönnun með kirkjubyggingarnefnd. Í henni áttu sæti sr. Valgeir Ástráðsson, sem var formaður, Helgi Hafliðason, Ómar Einarsson, Páll R. Magnússon og Snorri Guðmundsson.

Við vesturhlið húsanna við innkeyrslu frá Rangárseli er klukknaport. Allar byggingarnar eru settar hvítum marmarasalla. Gluggar og dyr eru rauðmáluð. Þakefni er bylgjað járn með rauðum náttúrusteinsalla. Á toppi hvers húss er stór, spísslagaður gluggi. Gluggasetning er samstæð í öllum húsunum, tvær gerðir, önnur með fjórum gluggum, hin með tveimur. Kirkjuskipið var tekið í notkun árið 1987. Húsið er jafnhliða ferningur og er lofthæð í hæsta punkt 12 metrar. Gluggaband er með öllum veggjum, öðrum en þeim sem snúa að miðrými. Fjöldi stóla í kirkjunni er 350, þar sem fjölga má við krefjandi aðstæður. Í norðausturhorni er orgel staðsett. Það er ellefu radda pípuorgel, af Starup–gerð. Þá á kirkjan flygil að Seiler gerð. Í gluggum er steint gler, hannað af Einari Hákonarsyni. Það er myndrænt efni, hefst á sköpuninni og fylgir hjálpræðissögunni sólarsinnis. Gluggarnir eru smíðaðir á glerverkstæði Oidtmann í Linnich í Þýskaland

Altari, prédikunarstóll og skírnarfontur með skírnarskál, var gefið af Kvenfélagi Seljasóknar. Skálin var hönnuð af Ingunni Eydal og smíðuð af Stefáni Boga Stefánssyni gullsmið. Kirkjan á silfurkaleik og platinu, sem keypt var í Bretlandi. Klukknaturn kirkjunnar er frístandandi vestan við D-hús og sunnan A-húss. Fjórar steyptar súlur, misháar, sú hæsta 17 metrar, bera uppi klukknaport, sem er byggt úr áli með grindum og mynda fjórar hliðar. Á hverri hlið er stór kross úr stáli. Í turninum eru þrjár klukkur, gjöf nemenda Seljaskóla og með áletrun hver þeirra um gefendur. Þær voru framleiddar af Metallgieserei REISS í Allgau í Þýskalandi með stjórnbúnaði frá Philipp Hörz.

Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Sigurður Már Hannesson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Steinunn Anna Baldvinsdóttir
  • Prestur