
- Elínborg Sturludóttir
- Prestur

Fossvogskirkja var teiknuð af Sigurði Guðmundssyni og vígð þann 31. júlí árið 1948. Kirkjan hefur sæti fyrir um 350 manns. Fossvogskirkja er útfararkirkja í eigu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Kirkjan er því nánast eingöngu notuð fyrir útfarir, en þó er ekkert því til fyrirstöðu að nýta hana undir aðrar athafnir.
Fossvogskirkja er ekki sóknarkirkja og er í eigu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Hún er samt sem áður búin eins og sóknarkirkja væri og þar er raunar hægt að framkvæma allar kirkjulegar athafnir. Í Fossvogskirkju er ein klukka. Klukkan sveiflast ekki, heldur er hamar innan í henni sem slær líkhringingu.
Ljósmynd tók Guðmundur Karl Einarsson

