Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Núpsdalsvegur, 531 Hvammstanga
Kirkjugarður
Bílastæði
Fjöldi: 70

Efranúpskirkja

Kirkjan á Efra Núpi er steinsteypt hús, sem vígt var þann 20. ágúst árið 1961.

Yfirsmiður var Páll Lárusson smiður. Hún er með turni og rúmar um 70 manns í sæti. Þakið er klætt bárujárni að utan en að innan er súðin klædd ómáluðum, lakkbornum furupanel. Gluggar eru þrír á hvorri hlið og tveir minni á kórgafli, hvor sínu megin altaris, og loks er gluggi á turni vestanverðum.

Yfir altari er krossmark allstórt úr reyklitaðri eik. Altaristaflan var máluð af Eggerti Guðmundssyni og sýnir Jesú blessa börnin. Kirkjan á kaleik úr silfri, sem er gylltur um barm og að innan, ásamt patínu með krossmerki á brún. Tvær klukkur eru í turni.

Ljósmynd tók Eysteinn Guðni Guðnason.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Edda Hlíf Hlífarsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Magnús Magnússon
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Margrét Rut Valdimarsdóttir
  • Héraðsprestur Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi