- Salvar Geir Guðgeirsson
- Prestur

Hveragerðiskirkja
Hveragerðiskirkja er steinsteypt kirkja, teiknuð af Jörundi Pálssyni, arkitekt við embætti Húsameistara ríkisins. Hún tekur á fjórða hundrað manns í sæti. Hveragerðiskirkja var vígð 14. maí 1972, af Sigurði Pálssyni vígslubiskupi. Safnaðarheimili kirkjunnar var vígt ári áður, af Sigurbirni Einarssyni, biskupi Íslands. Byggingameistari var Jón Guðmundsson.
Altari kirkjunnar er úr slípuðu grágrýti. Skírnarfonturinn er úr stuðlabergi, unninn í steinsmiðju Sigurðar Helgasonar. Steindur gluggi fyrir altari er eftir listakonuna Höllu Haraldsdóttur og var unninn hjá þýska fyrirtækinu Dr. H. Oidtmann. Glugginn kom í kirkjuna árið 1985. Í glugganum má sjá mynd Krists ogefst í glugganum er stjarna. Gluggar í safnaðarsal eru einnig eftir Höllu. Tvær tréristur eftir Þorgerði Sigurðardóttur eru á norðvesturvegg kirkjunnar. Kirkjan á patínu, sem er gyllt í hvolfið. Kaleikurinn er djúpur, gylltur að innan og með gylltri beit og áfestu og XP-tákni. Yfirborðsáferð á hvoru tveggja er burstað silfur, lakkað. Klukknaportið var tekið í notkun árið 1983. Í því eru þrjár klukkur. Hringingarbúnaður er sjálfvirkur.
Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

- Ninna Sif Svavarsdóttir
- Sóknarprestur