
- Elísa Mjöll Sigurðardóttir
- Sóknarprestur

Gufudalskirkja var reist seinni pars sumars árið 1908 og vígð þann 13. desember sama ár. Kirkjuna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson frá Söndum. Um smíðina sá Jón Þ. Ólafsson trésmíðameistari á Ísafirði. Gert var við kirkjuna og hún endurbætt á árunum 1985-1998. Arkitektar voru Grétar Markússon og Stefán Örn Stafánsson.
Á krossi kirkjunnar er kross úr rýðfríu stáli. Altaristaflan er forn, líklega frá 17. öld og sýnir síðustu kvöldmáltíðina. Kirkjan á silfurkaleik og patínu frá árinu 1728. Í kirkjunni er tréskírnarfontur með glerskál frá árinu 1970. Í Gufudalskirkju er kirkjuklukka með ártalinu 1783 og lítil bjalla.
