Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Snóksdalskirkjuvegi, 371 Búðardal
Bílastæði
Kirkjugarður
Fjöldi: 60
Sókn
Snóksdalssókn
Prestakall

Snóksdalskirkja

Snókdalskirkja er friðuð járnklædd timburkirkja með turn upp af framstafni. Kirkjan var smíðuð á árunum 1875-1876 af forsmiðnum Einari Sigurðssyni og Halldóri Bjarnasyni. Kirkjan stendur á steinsteyptum sökkli. Veggir kirkjunnar eru klæddir álplötum með paneláferð og innbrenndum lit. Þrír gluggar eru á hvorri hlið og einn heldur minni á hvorum gafli. Um gluggana eru áfellur úr járni og vatnsbretti með járnhlíf að ofan og neðan. Prédikunarstóllinn er upp af altarinu í kórnum. Þar fyrir ofan er gluggi ásamt fallegri reitaskiptri hvelfingu og sporöskjulaga mynd af Jesú í miðju. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem smíðað var í London 1532-1533. Skál kaleiksins er þó yngri. Klukkur Snókdalskirkju eru frá árunum 1595 og 1752.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Snævar Jón Andrésson
  • Sóknarprestur