Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Búðarstígur 2, 820 Eyrarbakka
Bílastæði
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 110
Sókn
Eyrarbakkasókn

Eyrarbakkakirkja

Eyrarbakkakirkja er friðlýst timburkirkja, byggð árið 1890. Hönnuður hennar var Jóhann Friðrik Jónsson forsmiður. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af framstafni hennar er áttstrendur turn með spíru. Hann stendur á ferstrendum stalli sem gengur, sem nemur veggjarþykkt, fram úr stafninum. Kirkjan stendur á steinsteyptum sökkli, veggir eru klæddir láréttum plægðum borðum, en þök eru klædd bárujárni. Á hvorri hlið kirkjunnar eru tíu gluggar, fimm niðri og fimm uppi, einn á hvorri hlið kórs, tveir á framhlið turns yfir kirkjudyrum og fjórir á austurhlið skrúðhúss. Í gluggunum eru T-laga póstar, þverrammi ofan þverpósts, en þverrimar hvorum megin miðpósts. Fyrir kirkjudyrum eru spjaldsettar vængjahurðir og yfir þeim þvergluggi og bjór.

Altaristöfluna málaði Louise drottning Kristjáns 9., árið 1891 og sýnir taflan Krist og samversku konuna við brunninn. Kirkjan á tvo kaleika úr silfurpletti og patínu með vínkönnu og oblátudósum, annar kaleikurinn er frá Kaldaðarnesi. Í kirkjunni er pípuorgel frá árinu 1948. Skírnarsárinn er gamall, með koparskál og málaður árið 1969. Hann er skráður í láni hjá Laugardælakirkju. Þá á kirkjan gullhúðaðan silfurkaleik, sem prýddur er dýrum steinum og skrauti ásamt patínu. Klukkurnar í turninum eru frá árinu 1909.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Gunnar Jóhannsson
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Ása Björk Ólafsdóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Guðbjörg Arnardóttir
  • Sóknarprestur