Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Álfaheiði 17, 200 Kópavogi
Símanúmer
554-6716
Bílastæði
Hljóðkerfi
Safnaðarheimili
Salerni
Streymi
Aðgengi
Fjöldi: 300
Sókn
Hjallasókn

Hjallakirkja í Kópavogi

Arkitekt Hjallakirkju er Hróbjartur Hróbjartsson. Framkvæmdir við kirkjuna hófust vorið 1991. Kirkjan er á tveimur hæðum og er alls 1077 m². Á efri hæð kirkjunnar, sem vígð var á páskum árið 1993 er kirkjuskipið, skrúðhús og safnaðarsalur með eldhúsi. Á neðri hæð, sem tekin var í notkun í janúar árið 1996, eru fjórar skrifstofur og safnaðarsalur. Í Hjallakirkju er mjög góð aðstaða fyrir hvers kyns starfsemi.

Altarisbrík kirkjunnar var gefin af börnum sr. Gunnars Árnasonar, fyrrum sóknarprests í Kópavogskirkju við vígslu kirkjunnar árið 1993. Kirkjan á kaleik og patínu úr leir, sem var gefið kirkjunni á 1000 ára afmælishátíð kirkjunnar á Þingvöllum árið 2000. Þá á kirkjan kaleik, patínu og oblátubauk úr silfri.

Nýtt orgel var vígt í Hjallakirkju sunnudaginn 25. febrúar árið 2001. Orgelið er smíðað af Björgvin Tómassyni og er með frístandandi spilaborði, tvö hljómborð og fótspil. Það er 24 raddir plús þrjár framlengingar sem gerir það að verkum að orgelið nýtist sem 27 radda hljóðfæri.

Ljósmynd tók Ólafur Sigurðsson.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Helga Bragadóttir
  • Prestur
Mynd sem tengist textanum
  • Alfreð Örn Finnsson
  • Sóknarprestur
Mynd sem tengist textanum
  • Hildur Sigurðardóttir
  • Prestur