Mynd sem tengist textanum
Heimilisfang
Búðakirkja, Búðir, 356 Snæfellsbær
Vefsíða
www.budakirkja.is
Bílastæði
Aðgengi
Kirkjugarður
Fjöldi: 80
Sókn
Búðasókn

Búðakirkja

Búðakirkja er friðlýst timburkirkja, sem byggð var á árunum 1847–1850. Hönnuður hennar er ókunnur. Kirkjan var flutt um set innan kirkjugarðsins árið 1984. Árið 1994 var milliþil í fremsta stafgólfi á lofti flutt nær vesturgafli og söngloft lengt, sem því nam. Milliþilið var síðan fjarlægt árið 2005. Hönnuður breytinganna var Hörður Ágústsson, listmálari. Þak kirkjunnar er krossreist og upp af vesturstafni er ferstrendur turn með hátt pýramídaþak. Kirkjan er klædd slagþili en þakið er klætt rennisúð og stendur kirkan á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír gluggar og tveir á kórbaki. Í þeim er einn rammi með tólf rúður, þær efstu lágbogadregnar, og lágreistur bjór yfir.

Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir, rismikill bjór yfir og hálfsúlur undir honum hvorum megin dyra. Altaristaflan er með vængjum. Hún er dönsk og var gefin til kirkjunnar árið 1750. Á miðtöflunni er máluð kvöldmáltíðarmynd. Kirkjan á silfurkaleik og patínu, sem munu vera íslenskir gripir frá 19. öld. Skírnarfonturinn var gefinn kirkjunni árið 1947. Hann er ferstrendur með leirskál. Kirkjan á annan skírnarfont með skírnarfati úr látúni frá 17. öld. Kirkjuklukkurnar eru frá árunum 1702 og 1672.

Vígðir þjónar
Mynd sem tengist textanum
  • Brynhildur Óla Elínardóttir
  • Sóknarprestur